Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 18. desember 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Chelsea ætlar ekki að endurkalla Hudson-Odoi
Mynd: EPA

Stjórnendur Bayer Leverkusen óttuðust að enski kantmaðurinn Callum Hudson-Odoi yrði endurkallaður til Chelsea í janúar, en svo verður ekki.


Chelsea lánaði Hudson-Odoi til Leverkusen í byrjun tímabils, án kaupmöguleika og með endurkallsréttindi. Hudson-Odoi, sem hafnaði að spila fyrir landslið Gana og fara með því á heimsmeistaramótið í Katar, er aðeins búinn að skora eitt mark og gefa eina stoðsendingu í fimmtán leikjum með Leverkusen.

„Ég gerði ráð fyrir því að Callum yrði áfram hjá okkur en núna höfum við fengið það staðfest. Callum verður hjá okkur út tímabilið," segir Simon Rolfes, stjórnandi hjá Leverkusen. „Við erum mjög ánægðir með þetta. Hann er lykilmaður fyrir okkur."

Hudson-Odoi er 22 ára gamall og á aðeins eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við Chelsea.


Athugasemdir
banner
banner
banner