Nunes á blaði hjá Atletico Madrid - Pedro á radarnum hjá Liverpool - Eze orðaður við Tottenham
   sun 18. desember 2022 11:30
Ívan Guðjón Baldursson
Chelsea og Liverpool reyna aftur við Caicedo

Sky Sports greinir frá því að Chelsea og Liverpool séu enn að reyna að krækja í Moises Caicedo, miðjumann Brighton og ekvadorska landsliðsins.


Brighton hafnaði öllum fyrirspurnum í Caicedo síðasta sumar en þessi 21 árs miðjumaður er talinn vera gríðarlega mikið efni. Hann er lykilmaður í skemmtilegu liði Brighton og er félagið talið vilja fá um 70 milljónir punda fyrir hann.

Caicedo á tvö og hálft ár eftir af samningi sínum við Brighton og gekk í raðir félagsins í febrúar 2021 fyrir 5 milljónir punda.

Miðjumaðurinn hefur vakið verðskuldaða athygli á sér með frammistöðu sinni í ensku úrvalsdeildinni og á HM í Katar, þar sem Ekvador mistókst þó að komast upp úr riðli.

Talið er að Chelsea og Liverpool séu reiðubúin til að bjóða 50 milljónir punda fyrir Caicedo en ólíklegt að Brighton muni samþykkja þá upphæð.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 28 20 7 1 66 26 +40 67
2 Arsenal 27 15 9 3 51 23 +28 54
3 Nott. Forest 27 14 6 7 44 33 +11 48
4 Man City 27 14 5 8 53 37 +16 47
5 Chelsea 27 13 7 7 52 36 +16 46
6 Newcastle 27 13 5 9 46 38 +8 44
7 Bournemouth 27 12 7 8 45 32 +13 43
8 Brighton 27 11 10 6 44 39 +5 43
9 Fulham 27 11 9 7 40 36 +4 42
10 Aston Villa 28 11 9 8 40 45 -5 42
11 Brentford 27 11 5 11 48 43 +5 38
12 Crystal Palace 27 9 9 9 35 33 +2 36
13 Tottenham 27 10 3 14 53 39 +14 33
14 Man Utd 27 9 6 12 33 39 -6 33
15 Everton 27 7 11 9 30 34 -4 32
16 West Ham 26 8 6 12 30 47 -17 30
17 Wolves 27 6 4 17 37 56 -19 22
18 Ipswich Town 27 3 8 16 26 57 -31 17
19 Leicester 26 4 5 17 25 59 -34 17
20 Southampton 27 2 3 22 19 65 -46 9
Athugasemdir
banner
banner
banner