Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 18. desember 2022 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Deschamps: Stuðningsmenn geta ekki skorað mörk
Mynd: EPA

Didier Deschamps bar fyrirliðabandið er Frakkland vann HM í heimalandinu 1998 og stýrði landsliðinu svo til sigurs í Rússlandi á HM 2018.


Núna er Frakkland komið í úrslitaleik á HM í Katar þar sem liðið mætir sterkum Argentínumönnum í dag, með banhungraðan Lionel Messi í broddi fylkingar. Frakkland getur þar með orðið fyrsta þjóðin til að vinna tvö heimsmeistaramót í röð síðan Brasilía gerði það 1958 og 1962.

„Ég þekki Argentínu. Það eru mjög margir í heiminum, jafnvel einhverjir Frakkar, sem vona að Lionel Messi vinni heimsmeistaramótið. Okkur er alveg sama um það, við munum gera allt í okkar valdi til að ná okkar markmiði," sagði Deschamps á fréttamannafundi í gær og var svo spurður út í áform sín til að stöðva Messi.

„Við munum hafa auga með Messi en við erum að spila gegn Argentínu, ekki bara gegn Messi. Ég skil vel að fólk haldi með Messi, hann hefur gefið fótboltaheiminum mikið, en mér líður ekki eins og allir séu gegn okkur."

Franska knattspyrnusambandið býst við um það bil 6000 Frökkum á úrslitaleiknum og er hægt að búast við að langflestir ef ekki allir aðrir áhorfendur muni hvetja Messi og Argentínu áfram.

„Þessir stuðningsmenn geta verið með læti en þeir geta ekki skorað nein mörk. Ég hef engar sérstakar áhyggjur fyrir þennan leik, það mikilvægasta er að halda einbeitingu og ekki missa sjónar á markmiðinu - sem er að verja heimsmeistaratitilinn."

Bæði Frakkland og Argentína hafa unnið HM í tvígang. Frakkar unnu 1998 og 2018 á meðan Argentína vann síðast 1986.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner