Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 18. desember 2022 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Eftirsóttur Kim með söluákvæði næsta sumar
Hinn 26 ára gamli Kim missti af eina sigri Kóreu á HM.
Hinn 26 ára gamli Kim missti af eina sigri Kóreu á HM.
Mynd: EPA

Napoli er þessa dagana að ganga frá félagsskiptum Bartosz Bereszynski frá Sampdoria en um leið og þeim er lokið mun félagið vinda sér beint í að endursemja við suður-kóreska miðvörðinn Kim Min-jae.


Napoli keypti Kim í sumar til að fylla í skarð Kalidou Koulibaly og hefur kóreski landsliðsmaðurinn verið stórkostlegur í hjarta varnarinnar.

Hann stóð sig vel með Kóreu á HM og hefur vakið athygli frá stórliðum á borð við Manchester United og Tottenham.

Napoli vill ekki selja þennan öfluga varnarmann en gæti neyðst til þess næsta sumar takist félaginu ekki að endursemja við hann. Í núgildandi samningi Kim við Napoli er hann með söluákvæði sem virkjast næsta sumar. Ákvæðið hljóðar upp á 45 eða 50 milljónir evra, sem samsvarar um 40 milljónum punda.

Napoli vill endursemja við Kim og bjóða honum hærri laun til að losna við söluákvæðið úr samningi hans.

Ákvæðið er ekki virkt í janúarglugganum og því hefur Napoli leyfi til að hafna tilboðum í leikmanninn, sama hversu há þau eru.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner