sun 18. desember 2022 19:40
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir Frakklands: Dembele og Giroud hræðilegir - Mbappe fær 9
Mynd: EPA
Antoine Griezmann var ólíkur sjálfum sér
Antoine Griezmann var ólíkur sjálfum sér
Mynd: EPA
Ousmane Dembele var slakur
Ousmane Dembele var slakur
Mynd: EPA
Kolo Muani fékk dauðafæri í lok framlengingar en Martínez sá við honum
Kolo Muani fékk dauðafæri í lok framlengingar en Martínez sá við honum
Mynd: EPA
Marcus Thuram í baráttunni
Marcus Thuram í baráttunni
Mynd: EPA
Frakkar fara heim með sárt ennið eftir að hafa tapað fyrir Argentínu í rosalegasta úrslitaleik heimsmeistaramótsins frá upphafi. Sky Sports sér um einkunnagjöfina.

Kylian Mbappe var besti maður Frakka með 9. Hann skoraði þrennu í leiknum og var langhættulegasti leikmaðurinn. Tvö af mörkunum komu úr vítaspyrnu en hann gerði vel í öðru marki sínu eftir gott samspil með Marcus Thuram.

Varamennirnir Randal Kolo Muani og Marcus Thuram voru líflegir eftir að þeir komu inná, en hér fyrir neðan má sjá einkunnir þeirra frönsku.

Hugo Loris (7)- Varði ekki eina vítaspyrnu í vitakeppninni og er tölfræði hans í vírum fremur slök. Frakkar vildu ólmir klára leikinn til að sleppa við vítakeppni. Átti nokkrar fínar vörslur í leiknum, meðal annars frá Lionel Messi og Lautaro.

Jules Kounde (6)- Fékk það verkefni að verjast gegn Di María og gerði það nokkuð vel til að byrja með. Franska vörnin var tætt í öðru markinu en Kounde náði sér aftur á strik eftir að Di María fór af velli og náði hann þá vel saman við Kingsley Coman.

Raphael Varane (6)- Þekkir fátt annað en að vinna úrslitaleiki enda unnið 15 af 17 úrslitaleikjum fram að þessum leik, en hann bætti þessum ekki við ferilskrána. Varane átti fínasta leik og kom meðal annars í veg fyrir mark er Gonzalo Montiel átti hörkuskot í framlengingu. Fór svo af velli þegar átta mínútur voru eftir.

Dayot Upamecano (6)- Frakkinn var ekki með gegn Marokkó vegna veikinda, en kallaður aftur inn í liðið í dag. Virkaði órólegur á boltanum þegar Frakkar reyndu að spila gegn pressu Argentínumanna og er besta dæmið þegar hann tapaði boltanum í öðru markinu. Átti í erfiðleikum með hreyfingar Alvarez, en átti samt rosalegt augnablik er hann fleygði sér fyrir skot Lautaro Martínez í framlengingu.

Theo Hernandez <(5)- Ekki hans besti leikur. Vann eina aukaspyrnu í fyrri hálfleik sem skapaði færi fyrir Olivier Giroud, en það var meira og minna það eina sem hann gerði. Átti í basli með Messi og var skipt útaf á 71. mínútu.

Antoine Griezmann (5)- Var einn besti maður mótsins en náði sér aldrei á strik í dag. Fór af velli á sama tíma og Theo.

Aurélien Tchouameni (5)- Lykilmaðurinn fyrir framan vörnina. Hlutverk hans var eitt það mikilvægasta að halda jafnvægi í vörn og sókn. Var skólaður í þessum leik af Enzo Fernandez og Rodrigo De Paul og elti ekki Mac Allister í öðru markinu. Klúðraði svo spyrnu sinni í vítakeppninni.

Adrien Rabiot (6)- Breytti um gír í síðari hálfleik og kom að jöfnunarmarki Mbappe. Var síðan skipt af velli í framlengingu vegna heilahristings.

Ousmane Dembele (3)- Virkaði stressaður og ekki tengdur í þessum leik. Braut klaufalega á Angel Di María í vítinu sem Argentínu yfir. Dembele mótmælti því ekki en það vantaði einbeitingu frá honum. Hann er frábær að rekja boltann og er með ógnvekjandi hraða en það gekk ekkert upp hjá honum. Þessari martröð hans lauk síðan á 41. mínútu er Didier Deschamps gerði tvöfalda skiptingu.

Olivier Giroud (3)- Giroud var með bestu mönnum mótsins og hafði raðað inn mörkum ásamt Mbappe en hafði úr litlu að moða í fyrri hálfleiknum. Átti einn skalla yfir en var dæmdur brotlegur í því atviki. Gekk illa að halda bolta og fór af velli á sama tíma og Dembele.

Kylian Mbappe (9)- Stjarna liðsins. Hljóp allan leikinn og reyndi alltaf að skapa eitthvað. Vítaspyrnan í síðari hálfleik kom honum af stað og jafnaði hann leikinn stuttu síðar með frábæru skoti. Skoraði síðan úr öðru víti í framlengingunni og fullkomnaði þrennu sína.

Varamenn:

Randal Kolo Muani <(7)- Kom inn fyrir Dembele á 41. mínútu og sótti vítaspyrnuna sem kom Frökkum inn í leikinn í þeim síðari. Sá kom inn með kraft og skapaði sér færi. Emiliano Martínez átti stórkostlega vörslu frá honum undir lok framlengingar.

Marcus Thuram (7)- Thuram kom inn og þá gat Mbappe farið fram. Hann lagði upp annað markið fyrir Mbappe í síðari hálfleiknum. Kom með líf í leikinn.

Eduardo Camavinga (7)- Notaður sem vinstri bakvörður eftir að hann kom inn. Skilaði sínu.

Kingsley Coman (7)- Kom inn fyrir Theo Hernandez á 71. mínútu. Coman var frábær á þeim tíma sem hann spilaði. Lét Emiliano Martínez hins vegar verja frá sér í vítakeppninni.

Youssouf Fofana (6)- Kom inn fyrir Rabiot í framlengingunni og var öflugur varnarlega. Fiskaði þá spjald á Gonzalo Montiel.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner