Nunes á blaði hjá Atletico Madrid - Pedro á radarnum hjá Liverpool - Eze orðaður við Tottenham
   sun 18. desember 2022 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
Everton á höttunum eftir Cunha - Iwobi að skrifa undir
Mynd: EPA

Everton ætlar að styrkja leikmannahópinn sinn í janúar og vantar nýjan sóknarmann eftir að Salomon Rondon samdi um starfslok á dögunum.


Everton er eitt af fjórum félögum sem eru í kapphlaupi um Matheus Cunha, brasilískan sóknarmann sem hefur ekki fundið taktinn frá komu sinni til Atletico Madrid. Þar áður var hann hjá RB Leipzig og Hertha Berlin.

Cunha er 23 ára gamall og á 8 landsleiki að baki fyrir Brasilíu.

Þá hefur Everton einnig áhuga á Mohammed Kudus, 22 sóknartengilið Ajax sem gerði flotta hluti á HM með Gana. Kudus getur einnig leikið í fremstu víglínu og á miðjunni en er bestur í holunni fyrir aftan fremsta mann.

Að lokum er félagið að semja við Alex Iwobi sem hefur verið í lykilhlutverki á miðju liðsins undir stjórn Frank Lampard. Hinn 26 ára gamli Iwobi á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum.


Athugasemdir
banner
banner
banner