
Aldrei hafa fleiri mörk verið skoruð á einu heimsmeistaramóti en í ár en mörkin voru 172 talsins.
HM í Katar hefur verið stórkostleg skemmtun í alla staði og endaði það með flugeldasýningu í úrslitaleiknum.
Á þessu móti fengum við að sjá 172 mörk og er það nýtt met, eða einu marki meira en var skorað á HM 2014 og HM 1998.
Alls fóru 64 leikir fram á þessu móti en 2,68 mörk voru að meðaltali skoruð í hverjum leik.
172 - There were 172 goals scored at the 2022 #FIFAWorldCup, a new tournament record, overtaking 171 in 1998 and 2014. Spectacular. pic.twitter.com/DXqKVgWhPi
— OptaFranz (@OptaFranz) December 18, 2022
Athugasemdir