
Ríkjandi heimsmeistarar Frakklands voru átakanlega slakir í fyrri hálfleik gegn Argentínu í úrslitaleik HM.
Franska liðið skapaði sér ekkert af viti í fyrri hálfleiknum á meðan Argentína skoraði tvö mörk; fyrra úr víti sem Angel Di María fiskaði og Messi skoraði úr, svo gerði Di María síðara markið.
Frakkar voru í raun það slakir að liðið er með 0,00 í xG-tölfræðinni, sem sýnir svörtu á hvítu hversu slakir þeir hafa verið.
Didier Deschamps, þjálfari Frakklands, gerði tvær breytingar undir lok fyrri hálfleiks til að breyta sóknarleiknum og sjáum til hvort það gangi upp, en Randal Kolo Muani og Marcus Thuram komu inn fyrir Olivier Giroud og Ousmane Dembele.
„Bitlausir og máttlausir,“ sagði Einar Örn Jónsson, lýsandi á RÚV og það er bara hárrétt hjá honum.
France created 0.00(xG) against Argentina in the first half of the World Cup final.
— The xG Philosophy (@xGPhilosophy) December 18, 2022
Athugasemdir