
Franski þjálfarinn Didier Deschamps gæti hætt með franska landsliðið á næstu dögum en hann vildi ómögulega ræða framhaldið í viðtali eftir tapið gegn Argentínu í kvöld.
Frakkar töpuðu úrslitaleik heimsmeistaramótsins í Katar eftir vítakeppni.
Deschamps, sem er samningsbundinn út þetta mót, vildi ekki ræða nýjan samning fyrir mótið, en hann er að íhuga stöðu sína.
Hann fer í viðræður við franska knattspyrnusambandið í janúar en talið er líklegt að hann hætti með liðið. Hann hefur tvisvar unnið HM með Frökkum, fyrst sem fyrirliði þess árið 1998 og svo sem þjálfari fyrir fjórum árum.
„Planið er að hitta forseta franska knattsprnusambandsins í byrjun næsta árs og þá kemur þetta í ljós. Ég vil ekki tala um þetta í kvöld,“ sagði Deschamps eftir leikinn.
Zinedine Zidane, fyrrum þjálfari Real Madrid, hefur verið án starfs síðan hann hætti með Madrídinga á síðasta ári. Hann er sagður bíða eftir tækifærinu til að taka við franska landsliðinu.
Athugasemdir