Albert Guðmundsson var hetja Genoa í dag er liðið lagði Frosinone, 1-0, í B-deildinni á Ítalíu.
KR-ingurinn var eins og venjulega í byrjunarliði Genoa en hann skoraði eina mark leiksins á 22. mínútu.
Heimamenn áttu hornspyrnu sem var skilað inn í teiginn og var það Mattia Bani sem stýrði boltanum í átt að marki og náði Albert að pota boltanum í netið.
Þetta var annað deildarmark Alberts á tímabilinu og sérstaklega góður sigur fyrir Genoa sem er komið aftur á sigurbraut.
Genoa er í 4. sæti deildarinnar með 30 stig.
Athugasemdir