
Heimsmeistarinn, Lionel Messi, ætlar ekki að leggja landsliðsskóna á hilluna alveg strax, en þetta staðfesti hann í viðtali við Tyc Sports.
Messi skoraði sjö mörk á HM er Argentína vann bikarinn í þriðja sinn og sá fyrsti sem leikmaðurinn setur hendur sínar á.
Hann sagði fyrir mótið að þetta væri hans síðasta heimsmeistaramót en hann er þó ekki alveg hættur.
Argentínumaðurinn ætlar að halda áfram að spila og möguleiki á því að hann spili á næsta móti með Argentínumönnum, sem er Suður-Ameríkubikarinn, en sá fer fram árið 2024.
„Nei, ég mun ekki hætta að spila með argentínska landsliðinu. Ég vil halda áfram að spila sem meistari,“ sagði Messi eftir leikinn.
Messi er 35 ára gamall og hefur nú unnið allt sem hægt er að vinna á ferlinum. Hann er að eiga frábært tímabil með Paris Saint-Germain og gerir nú sterkt tilkall til að vera valinn besti leikmaður heims af FIFA og vinna Ballon d'Or á næsta ári.
Athugasemdir