
Argentínski snillingurinn Lionel Messi er nú markahæsti maður heimsmeistaramótsins með sex mörk eftir að hann kom Argentínu yfir gegn Frökkum í úrslitaleiknum.
Messi skoraði úr vítaspyrnu á 23. mínútu sem Angel Di María fiskaði en þetta var sjötta mark hans á mótinu og fimmta mark hans úr vítaspyrnu.
Hann hefur nú skorað á öllum stigum mótsins. Hann skoraði í riðlakeppninni og er búinn að skora í öllum leikjunum í útsláttarkeppninni.
Messi er eini leikmaðurinn sem hefur náð þeim áfanga. Hann er þá sá leikmaður sem hefur skorað og lagt upp flest mörk samtals á HM eða 20 mörk talsins.
Ótrúlegt afrek. Eins og staðan er núna er Messi að kveðja heimsmeistaramótið með stæl.
20 - With 12 goals and 8 assists, Lionel Messi's 20 goal involvements are the most of any player on record at the World Cup (1966 onwards). Greatest. pic.twitter.com/wU7JTyfKWS
— OptaJoe (@OptaJoe) December 18, 2022
1 - Lionel Messi is the first player to score in the group stage, round of 16, quater-final, semi-final and final in a single edition of the World Cup. Prestige. pic.twitter.com/jnisNEa8F5
— OptaJoe (@OptaJoe) December 18, 2022
Athugasemdir