
Franska landsliðið er búið að jafna gegn Argentínu og er staðan nú 2-2. Kylian Mbappe skoraði tvö mörk á tveimur mínútum.
Nicolas Otamendi, varnarmaður Argentínu, braut á Randal Kolo Muan í teignum og vítaspyrna dæmd.
Dómurinn virtist réttur en Argentínumenn mótmæltu. Það hafði þó ekkert upp á sig.
Mbappe steig á punktinn og skoraði með föstu skoti í vinstra hornið en Emiliano Martínez var í boltanum. Það leið ekki mínúta er Mbappe jafnaði síðan metin.
Kingsley Coman vann boltann af Lionel Messi áður en hann kom boltanum á Adrien Rabiot. Hann fann Mbappe, sem tók þríhyrningsspil við Marcus Thuram áður en hann skaut föstu skoti í hægra hornið. Ótrúlegur viðsnúningur. Mbappe nú markahæstur með sjö mörk!
Martinez er í boltanum en Mbappé minnkar muninn úr vítinu. 2-1. pic.twitter.com/sK7IcT5Hty
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 18, 2022
HVAÐ ER Í GANGI HÉRNA!!! Mbappé skorar aftur og er búinn að jafna í 2-2. Það er mínúta á milli markanna. pic.twitter.com/bJpFx9Q3Ab
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 18, 2022
Athugasemdir