Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 18. desember 2022 14:30
Ívan Guðjón Baldursson
Rashford yrði launahæsti leikmaður Man Utd
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Úrslitaleikur HM 2022 hefst von bráðar en það stöðvar ekki sunnudagsslúðrið. Slúðurpakki dagsins er þokkalega feitur og inniheldur meðal annars Jude Bellingham, Christopher Nkunku, Youssoufa Moukoko og Josko Gvardiol auk Marcus Rashford.



Manchester United ætlar að eyða 200 milljónum punda til að kaupa Jude Bellingham, 19, og Frenkie de Jong, 25, næsta sumar. (Sun)

Liverpool býst þó við að vinna kapphlaupið um Bellingham en öll stærstu lið Evrópu vilja fá ungstirnið í sínar raðir. (Mirror)

Chelsea er búið að ganga frá félagsskiptum franska landsliðsmannsins Christopher Nkunku. Hann gengur í raðir Chelsea í júlí 2023 eftir fjögur ár hjá RB Leipzig.  (Fabrizio Romano)

Hinn 18 ára gamli Youssoufa Moukoko er langt frá því að ná samkomulagi um nýjan samning við Borussia Dortmund. Man Utd og Liverpool fylgjast grannt með gangi mála. (Sky Germany)

Said Chabane, forseti Angers, býst við að félagið muni missa Azzedine Ounahi, 22, úr herbúðum sínum í janúar. Leicester, Leeds og West Ham vilja öll kaupa þennan miðjumann sem hreif heiminn með marokkóska landsliðinu á HM. (Talksport)

Chelsea og Real Madrid eru að berjast um Josko Gvardiol, tvítugan miðvörð RB Leipzig og króatíska landsliðsins. Chelsea ætlar að leggja fram risatilboð í janúar. (Mirror)

Marcus Rashford, 25, verður launahæsti leikmaður Man Utd ef hann skriar undir nýjan langtímasamning við félagið. (Star)

David de Gea, 32, gæti yfirgefið Man Utd á frjálsri sölu í sumar. Félagið er að íhuga að virkja ekki ákvæði sem framlengir samning spænska markvarðarins um eitt ár. (Sky Germany)

Christian Pulisic, 24 ára kantmaður Chelsea og bandaríska landsliðsins, segir að 'allt geti gerst' í framtíðinni þegar hann var spurður út í áhuga Man Utd á sér. (Metro)

Man Utd hefur áhuga á franska framherjanum Marcus Thuram, sem er 25 ára gamall. Borussia Mönchengladbach vill aðeins fá 10 milljónir punda fyrir hann í janúar þar sem Thuram rennur út á samningi næsta sumar. (Bild)

Everton er eitt af fjórum félögum sem hefur áhuga á brasilíska framherjanum Matheus Cunha, 23 ára. (Fabrizio Romano)

Liverpool og Everton fylgjast með George Hall, 18 ára miðjumanni Birmingham City. Leeds hefur einnig áhuga. (Mail)

Cristiano Ronaldo, 37, deildi myndbandi af sér þar sem hann æfir einn til að halda sér í toppformi fyrir seinni hluta tímabilsins. Ronaldo er samningslaus eftir að hafa rift samningi sínum við Man Utd. (Mail)

Mexíkóska stórveldið Cruz Azul hefur áhuga á að krækja í Luis Suarez, sem er orðinn 35 ára gamall. Suarez er samningslaus eftir að hafa leitt æskufélag sitt Nacional til úrúgvæska titilsins. (AS)

Zinedine Zidane, 50, ætlar ekki að mæta á úrslitaleik HM þar sem Frakkland getur varið titilinn gegn Argentínu. Hann vill ekki stela sviðsljósinu af fyrrum landsliðsfélaga sínum Didier Deschamps. ZIdane hefur oft verið nefndur sem arftaki Deschamps við stjórn franska landsliðsins. (Mundo Deportivo)

Jose Mourinho, 59 ára þjálfari AS Roma, er að skoða í kringum sig eftir að portúgalska knattspyrnusambandið hafði samband við hann varðandi landsliðsþjálfarastöðuna eftir að Fernando Santos var látinn taka pokann. Mourinho hefur mikinn áhuga á að stýra portúgalska liðinu en telur sig ekki vera tilbúinn til að hætta að stýra félagsliði. (Telegraph)

Pep Guardiola, 51, segir að Manchester City muni aðeins vera með fjóra eða fimm aðalliðsmenn tilbúna fyrir næsta keppnisleik liðsins. Man City mætir Liverpool í stórleik í enska deildabikarnum á fimmtudaginn. (Mail)

Miðjumaðurinn Sergio Busquets, 34, er búinn að taka ákvörðun um að yfirgefa Barcelona eftir tímabilið. Hann er líklega á leið til Inter Miami í MLS deildinni. (Mundo Deportivo)

John Textor, annar eigenda Crystal Palace, er tilbúinn til að ganga frá kaupum á franska stórveldinu Lyon. (Sun)


Athugasemdir
banner
banner