sun 18. desember 2022 17:17
Brynjar Ingi Erluson
Reiði Giroud bersýnileg eftir að honum var skipt af velli
Olivier Giroud fór af velli í fyrri hálfleik
Olivier Giroud fór af velli í fyrri hálfleik
Mynd: EPA
Olivier Giroud, framherji Frakklands, fékk ekki að klára fyrri hálfleikinn gegn Argentínu í úrslitaleik HM en Didier Deschamps, þjálfari Frakka, gerði tvöfalda skiptingu áður en hálfleikurinn var úti.

Argentína var 2-0 yfir þegar Deschamps ákvað að gera skiptinguna en hann tók Ousmane Dembele og Giroud af velli.

Dembele var slakur í leiknum og sú skipting eðlileg en Giroud þurfti að víkja svo þjálfarinn gæti breytt leikkerfinu.

Setti hann Randal Kolo Muani og Marcus Thuram inná og var Kylian Mbappe sendur upp á topp.

Giroud var bersýnilega reiður eftir skiptinguna og fékk Powerade-flaska heldur betur að finna fyrir því. Myndir af viðbrögðunum má sjá hér fyrir neðan.

Skipting gekk þó upp að lokum. Frakkar skoruðu tvö á tveimur mínútum í þeim síðari og nú blasir við framlenging.




Athugasemdir
banner
banner