
Franski varnarmaðurinn Dayot Upamecano átti ótrúlega björgun í leik Frakklands gegn Argentínu í framlengingu, en boltinn var á leið í netið.
Argentínumenn spiluðu vel sín á milli áður en Lautaro Martínez fékk boltann í dauðafæri í teignum.
Hann mundaði skotfótinn og miðaði á vinstra hornið. Hugo Lloris var á leið í hitt hornið og því hefði boltinn farið í netið.
Upamecano fleygði sér á hárréttu augnabliki fyrir boltann og bjargaði marki. Glæsileg björgun.
Nauðvörn hjá Frökkum undir lok fyrri hálfleiks framlengingarinnar. Þetta er alveg prýðilegur úrslitaleikur. pic.twitter.com/fKqQo0ciLM
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 18, 2022
Athugasemdir