sun 18. desember 2022 15:47
Brynjar Ingi Erluson
Skýr skilaboð frá Deschamps - Skipti Giroud og Dembele af velli
Olivier Giroud er farinn af velli
Olivier Giroud er farinn af velli
Mynd: EPA
Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, var rétt í þessu að skipta þeim Olivier Giroud og Ousmane Dembele af velli þegar fimm mínútur eru eftir af fyrri hálfleik í úrslitaleik HM.

Lestu um leikinn: Argentína 7 -  5 Frakkland

Argentína hefur verið með öll völd á leiknum og er komið í 2-0. Fyrsta markið var eftir klaufalegt brot Dembele á Angel Di María.

Lionel Messi skoraði úr vítinu. Þá kom seinna markið eftir laglega skyndisókn eftir að Dayot Upamecano missti boltann frá sér og keyrðu Argentínumen fram sem endaði með því að Di María skoraði með laglegu skoti framhjá Hugo Lloris.

Deschamps sá sig tilneyddan til að breyta aðeins um kerfi og skipta tveimur leikmönnum af velli. Giroud og Dembele þurftu að víkja og inn komu þeir Marcus Thuram og Randal Kolo Muani.

Dembele hafði átt slakan leik í liði Frakklands og virtist ekki tengdur í þessum fyrri hálfleik og er skiptingin skiljanleg. Deschamps vildi setja Mbappe upp á topp og þurfti því Giroud að víkja til að kerfið gangi upp.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner