
Adrien Rabiot, leikmaður franska landsliðsins, er farinn af velli eftir að hafa fengið þungt höfuðhögg undir lok venjulegs leiktíma.
Rabiot og Julian Alvarez skullu saman á 87. mínútu leiksins en báðir þurftu aðhlynningu eftir atvikið.
Franska læknateymið þurfti þó að hlúa betur að Rabiot, en hann hélt áfram að spila.
Það var svo á sjöttu mínútu í framlengingu sem Didier Deschamps, þjálfari Frakka, tók Rabiot af velli og setti Youssouf Fofana inná.
Sú skipting telur ekki hjá Frökkum en FIFA bætti við reglu um að gefa aukaskiptingu fyrir heilahristing á síðasta ári.
5 | Youssouf Fofana on for Adrien Rabiot - concussion substitution.
— Get French Football News (@GFFN) December 18, 2022
Athugasemdir