Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 18. desember 2022 09:00
Fótbolti.net
Vanda Sig og Helga Margrét spá í úrslitaleik Argentínu og Frakklands
Vanda Sigurgeirsdóttir.
Vanda Sigurgeirsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helga Margrét Höskuldsdóttir.
Helga Margrét Höskuldsdóttir.
Mynd: RÚV
Stóra stundin er í dag, sjálfur úrslitaleikur HM í Katar. Tvö bestu lið mótsins leika um bikarinn. Argentína gegn Frakklandi. Messi gegn Mbappe. Flautað til leiks klukkan 15.

Fótbolti.net hefur fengið hina ýmsu aðila til að spá fyrir um úrslit leikja mótsins.

Lestu um leikinn: Argentína 7 -  5 Frakkland

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ:

Argentína 2–1 Frakkland (eftir framlengingu)
Þetta er í raun óskhyggja, að Argentína vinni, það væri svo stór stund fyrir Messi, sem er auðvitað einn af bestu knattspyrnumönnum sögunnar. Það er unun að horfa á hann spila fótbolta.

Mér finnst bæði þessi lið frábær og á von á skemmtilegum leik. Bæði liðin eru með stórkostlega sóknarmenn, bæði liðin geta misstigið sig og fengið á sig mörk. Ég vona að þetta verði leikur margra færa, þó að það gerist reyndar ekki alltaf í úrslitaleikjum, þegar mikið er í húfi.

Ég hef lengi haldið með Argentínu, það er einhver sjarmi yfir þessari mögnuðu knattspyrnuþjóð. Fyrsta skiptið sem ég hélt með þeim var árið 1978. Þá unnu þeir og var hinn knái miðjumaður Oswaldo Ardiles í uppáhaldi hjá mér. Argentína vann aftur árið 1986 og þá var Maradona í aðalhlutverki - og núna 2022 Messi. Ég get alveg lokað augunum og séð Messi fyrir mér taka á móti styttunni góðu, ég vona að það rætist.

Helga Margrét Höskuldsdóttir, RÚV:

Argentína 1 - 3 Frakkland
Eins mikið og fólk virðist vona að Messi verði heimsmeistari held ég að Frakkar séu að fara að taka þetta. Segjum að lokatölur verði 3-1. Frakkar komast í 1-0 undir lok seinni hálfleiks með marki frá Mbappé. Messi jafnar fyrir Argentínu í seinni, 50/50 líkur á því að það verði úr víti, en Giroud kemur Frökkum aftur yfir.

Svo þegar vonin er þrotin hjá Argentínumönnum undir lok leiks þá skorar Mbappé mark númer þrjú og rífur bæði heimsmeistaratitilinn og markakóngstitilinn af Messi, því miður.

Fótbolti.net spáir - Elvar Geir Magnússon

Argentína 1 - 2 Frakkland
Vona að ég hafi rangt fyrir mér og Messi vinni. En Frakkar eru með svarta beltið í að vinna. Argentína verður betra liðið í leiknum en Frakkar ná að toga sigurinn yfir línuna og Messi grætur.
Athugasemdir
banner
banner
banner