Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 19. janúar 2019 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Bournemouth vill leikmann Real Madrid
Eddie Howe, stjóri Bournemouth
Eddie Howe, stjóri Bournemouth
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Bournemouth vill fá Javi Sanchez, leikmann Real Madrid, til félagsins en þetta kemur fram í spænska blaðinu AS í dag.

Sanchez, sem er 21 árs gamall, hefur verið að fá sénsa undir stjórn Santiago Solari hjá Real Madrid en hann hefur spilað fimm leiki með aðalliðinu á þessu tímabili.

Real Valladolid og Real Sociedad hafa mikinn áhuga á að fá hann en Bournemouth er líka að eltast við hann. Félagið vill aðeins stækka hópinn undir lok gluggans en það hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku síðustu vikur.

Óvíst er hvort Madrídingar leyfi honum að vera þar sem félagið á mikið af mikilvægum leikjum framundan.

Solari talaði afar vel um Sanchez á dögunum en hann er á því að leikmaðurinn muni spila fyrir spænska landsliðið áður en langt um líður og þá er hann með samning við Madrídinga til 2022.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner