lau 19. janúar 2019 16:36
Arnar Helgi Magnússon
Byrjunarlið Arsenal og Chelsea: Hazard fremstur - Özil á bekknum
Hazard byrjar.
Hazard byrjar.
Mynd: Getty Images
Arsenal tekur á móti Chelsea í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni en flautað verður til leiks á Emirates klukkan 17:30.

Fyrri leikur liðanna í ensku úrvalsdeildinni fór fram þann 18. ágúst en þar hafði Chelsea betur, 3-2.

Eden Hazard er fremstur í liði Chelsea en Alvaro Morata er ekki í leikmannahóp liðsins. Hann er sagður á leið til Atletico Madrid.

Hudson-Odoi er á varamannabekk Chelsea en hann hefur fengið sénsinn með liðinu í bikarnum á leiktíðinni. Ekki ólíklegt að stuðningsmenn Chelsea sjái hann spila eitthvað í dag.

Hjá Arsenal byrja Pierre Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette báðir en Mezut Özil er á varamannabekknum.

Petr Cech er einnig á varamannabekknum en hann tilkynnti í vikunni að hann myndi leggja hanskana á hilluna eftir tímabilið.

Byrjunarlið Arsenal:Leno, Bellerin, Sokratis, Koscielny, Kolasinac, Torreira, Xhaka, Ramsey, Guendouzi, Aubameyang, Lacazette
(Varamenn: Cech, Elneny, Ozil, Maitland-Niles, Iwobi, Monreal, Mustafi)

Byrjunarlið Chelsea: Kepa, Alonso, Rudiger, Luiz, Azpilicueta, Kante, Jorginho, Kovacic, Willian, Pedro, Hazard
(Varamenn: Caballero, Barkley, Giroud, Hudson-Odoi, Christensen, Emerson, Ampadu.)
Athugasemdir
banner
banner