banner
   lau 19. janúar 2019 11:34
Arnar Helgi Magnússon
Byrjunarlið Wolves og Leicester: Maddison á bekknum
Vardy byrjar.
Vardy byrjar.
Mynd: Getty Images
Jimenez
Jimenez
Mynd: Getty Images
Átta leikir eru á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í dag en veislan hefst núna klukkan 12:30 þegar Wolves tekur á móti Leicester.

Úlfarnir steinlágu fyrir Manchester City í síðustu umferð, 3-0 en þeir slógu Liverpool út úr FA bikarnum í leiknum á undan.

Saga Wolves á tímabilinu verið athyglisverð en liðið hefur oftar en ekki staðið í stóru liðunum en tapað fyrir liðum í neðri hlutanum.

Claude Puel, stjóri Leicester, er sagður undir pressu en liðið hefur tapað þremur af síðustu fjórum leikjum. Liðið var á dögunum slegið út úr FA bikarnum af 4. deildarliði Newport County.

James Maddison, skærasta stjarna Leicester á tímabilinu er á varamannabekknum í dag Jonny Evans sem var tábrotinn.

Byrjunarlið Wolves: Patricio, Bennett, Coady, Dendoncker, Vinagre, Saiss, Moutinho, Neves, Jonny, Jimenez, Jota.
(Varamenn: Ruddy, Doherty, Giles, Gibbs-White, Traore, Cavaleiro, Costa)

Byrjunarlið Leicester: Schmeichel, Simpson, Morgan, Maguire, Chilwell, Ricardo, Mendy, Barnes, Mendy, Gray, Vardy.
(Varamenn: Ward, Evans, Fuchs, Albrighton, Choudhury, Maddison, Iheanacho)

Leikir dagsins:
12:30 Wolves - Leicester (Stöð 2 Sport)
15:00 Man Utd - Brighton (Stöð 2 Sport)
15:00 Liverpool - Crystal Palace
15:00 Newcastle - Cardiff
15:00 Southampton - Everton
15:00 Watford - Burnley
15:00 Bournemouth - West Ham
17:30 Arsenal - Chelsea (Stöð 2 Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner