Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 19. janúar 2019 19:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Arsenal vann stórleikinn gegn Chelsea
Koscielny skoraði seinna mark Arsenal.
Koscielny skoraði seinna mark Arsenal.
Mynd: Getty Images
Eden Hazard niðurlútur.
Eden Hazard niðurlútur.
Mynd: Getty Images
Arsenal 2 - 0 Chelsea
1-0 Alexandre Lacazette ('14 )
2-0 Laurent Koscielny ('39 )

Það er komin enn meiri spenna í baráttuna um efstu fjögur sætin eftir flottan sigur hjá Arsenal gegn Chelsea í Lundúnaslag í lokaleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Arsenal byrjaði leikinn mjög vel og komst yfir eftir aðeins 14 mínútna leik þegar Alexandre Lacazette skoraði laglegt mark.

Á 39. mínútu kom annað mark leiksins og voru það miðverðir Arsenal sem sáu um það. Sokratis átti sendingu á Laurent Koscielny sem skoraði með öxlinni.


Chelsea skapaði sér ekki mörg færi í seinni hálfleiknum og náði Arsenal að sigla sigrinum heim. Lokatölur 2-0 og frábær sigur Arsenal staðreynd í stórleik helgarinnar.

Arsenal og Manchester United eru núna aðeins þremur stigum frá Chelsea sem er í fjórða sæti deildarinnar.

Úrslit dagsins:
Wolves 4 - 3 Leicester
Bournemouth 2 - 0 West Ham
Liverpool 4 - 3 Crystal Palace
Man Utd 2 - 1 Brighton
Newcastle 3 - 0 Cardiff
Southampton 2 - 1 Everton
Watford 0 - 0 Burnley
Arsenal 2 - 0 Chelsea



Athugasemdir
banner
banner
banner