Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 19. janúar 2019 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ferskir eftir ferð til Katar - PSG skoraði níu
Cavani og Mbappe skoruðu báðir þrennu.
Cavani og Mbappe skoruðu báðir þrennu.
Mynd: Getty Images
Cesc Fabregas spilaði allan leikinn fyrir Mónakó.
Cesc Fabregas spilaði allan leikinn fyrir Mónakó.
Mynd: Getty Images
Paris Saint-Germain lék á als oddi í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið fékk Guingamp í heimsókn. Neymar, Cavani, Mbappe og félagar gerðu sér lítið fyrir og skoruðu níu mörk.

Neymar skoraði fyrsta markið á 11. mínútu og bætti Mbappe við tveimur fyrir leikhlé. Staðan var 3-0 í hálfleik.

Edinson Cavani skoraði fyrstu tvö mörk síðari hálfleiks og hann fullkomnaði þrennu sína eftir að Neymar hafði skorað sitt annað mark.

Mbappe fylgdi í fótspor Cavani og fullkomnaði þrennu sína á 80. mínútu og á 83. mínútu skoraði Thomas Meunier síðasta mark leiksins.

PSG fór í æfingaferð til Katar í vikunni og svaraði Kylian Mbappe þar meðal annars spurningu Fótbolta.net um Ísland.

PSG er á toppnum í Frakklandi með 13 stiga forskot, en þar að auki á liðið tvo leiki til góða á liðið í öðru sæti, Lille.

Mónakó í miklu veseni
Thierry Henry og lærisveinar hans í Mónakó voru einnig í eldlínunni í kvöld, en tímabilið hefur hingað til verið hörmulegt hjá Mónakó. Liðið er í fallbaráttu.

Í kvöld steinlá liðið fyrir Strasbourg á heimavelli. Lokatölur urðu 5-1 fyrir Strasbourg. Cesc Fabregas lék allan leikinn á miðjunni hjá Mónakó í kvöld.

Mónakó er í næst neðsta sæti deildarinnar með 15 stig, aðeins einu stigi meira en Guingamp sem tapaði 9-0 gegn PSG í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner