Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 19. janúar 2019 10:00
Magnús Már Einarsson
Granqvist sagði við Andra: Liðið þitt var að skoða mig
Andreas Granqvist var frábær á HM.
Andreas Granqvist var frábær á HM.
Mynd: Getty Images
Andreas Granqvist vakti mikla athygli í vörn Svía á HM síðastliðið sumar en hann lék frábærlega þegar liðið fór alla leið í 8-liða úrslit. Granqvist skoraði meðal annars tvö mörk á leið liðsins þangað.

Smelltu hér til að hlusta á Andra í Miðjunni

Granqvist er 33 ára gamall en hann ákvað síðastliðið sumar að ganga til liðs við uppeldisfélag sitt Helsingborg eftir fimm ár hjá Krasnodar í Rússlandi. Granqvist kom til Helsingborg eftir HM en þar spilar hann meðal annars með íslenska framherjanum Andra Rúnari Bjarnasyni.

Síðastliðið haust var Granqvist orðaður við stórlið Manchester United. Andri er mikill aðdáandi United og Granqvist sagði honum af áhuga United.

„Við vorum að borða eftir æfingu og þá sagði hann við mig, 'liðið þitt var eitthvað að skoða mig.' Ég veit að þeir voru með menn á leikjum hjá okkur en ég veit ekki hvort það var bara Mourinho eða hvað," sagði Andri í Miðjunni á Fótbolta.net.

Granqvist er gríðarlega vinsæll í Svíþjóð og það er áberandi í stúkunni á útileikjum Helsingborg.

„Hann er rosalega góður. Maður sér af hverju hann hefur átt svona góðan feril. Hann á líka nóg eftir," sagði Andri.

Helsingborg vann B-deildina á síðasta tímabili og endurheimti sæti sitt í úrvalsdeildinni þar sem Andri og Granqvist verða saman í eldlínunni.

Smelltu hér til að hlusta á Andra í Miðjunni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner