Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 19. janúar 2019 18:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hodgson ósáttur við fjórða mark Liverpool
Hodgson sneri aftur á gamla heimavöllinn.
Hodgson sneri aftur á gamla heimavöllinn.
Mynd: Getty Images
„Ég er mjög stoltur af liðinu," sagði Roy Hodgson, stjóri Crystal Palace, eftir 4-3 tap gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Crystal Palace leiddi 1-0 í hálfleik, en Liverpool sýndi karakter og kom til baka í seinni hálfleiknum.

„Við fengum á okkur slæm mörk. Fjórða markið átti ekki að standa þar sem það var klár hendi í aðdraganda þess. Ég er vonsvikinn fyrir hönd strákanna."

„Þeir eru með ótrúlega leikmenn, þú veist að þetta verður erfitt og mun krefjast mikils aga. Við gerðum vel að jafna í 2-2 og minnka muninn í 4-3 eftir mjög ósanngjarnt mark."

„Við héldum okkur við okkar plan og ég ætti að vera hérna að óska strákunum til hamingju með að fá eitthvað út úr leiknum."

„Það hafa verið svo margir leikir á þessu tímabili þar sem við höfum átt skilið meira en úrslitin segja til um."
Athugasemdir
banner
banner
banner