Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 19. janúar 2019 15:30
Arnar Helgi Magnússon
Molde riftir samning sínum við Babacar Sarr - Gefa ekki upp ástæðuna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Norska félagið Molde hefur rift samning sínum við miðjumanninn Babacar Sarr. Þetta staðfesti félagið á heimasíðu sinni í gær.

Babacar lék með Selfyssingum í tvö tímabil, árin 2011 og 2012 en það var síðan norska félagið Start sem að keypti leikmanninn.

Babacar var magnaður í liði Selfyssinga þegar hann lék með liðinu og vakti hann áhuga stórra liða í Skandenavíu.

Sogndal keypti leikmaninn frá Start áður en að Ole Gunnar Solskjær fékk leikmanninn til sín árið 2016.

Leikmaðurinn hefur verið í vandræðum utan vallar en hann var ákærður fyrir kynferðisbrot á síðasta ári.

„Molde vill þakka Babacar fyrir framlag sitt fyrir félagið, þrátt fyrir mikla erfiðleika bæði fyrir leikmanninn og félagið," segir í tilkynningu Molde.

Babacar lék 27 leiki í deildinni fyrir Molde á liðnu tímabili og sjö í Evrópudeildinni.


Athugasemdir
banner
banner