Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 19. janúar 2019 23:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho um þvottakörfumálið: Ég var að deyja
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, fyrrum stjóri Manchester United, hefur verið sérfræðingur hjá BeIN Sports í Katar um helgina.

Mourinho var rekinn frá United um miðjan desember og hefur ekkert komið fram opinberlega, fyrr en nú.

Hann staðfesti í kvöld flökkusögu sem gengið hefur um í langan tíma.

Sagan var sú að Mourinho hefði smyglað sér í þvottakörfu inn í búningsklefa Chelsea til þess að leggja línurnar fyrir leik gegn Bayern í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Mourinho hafði verið dæmdur í leikbann og mátti því ekki hafa samband við leikmenn sína, en hann fór sínar eigin leiðir í því.

„Já," sagði Mourinho aðspurður að því hvort hann hefði verið í þvottakörfunni. „Ég þurfti að vera með leikmönnum mínum og ég gerði það."

„Ég fór í búningsklefann yfir daginn og var þarna um miðjan daginn en leikurinn var ekki fyrr en klukkan 7. Ég vildi vera í búningsklefanum þegar leikmennirnir koma. Vandamálið var að komast út. Búningstjórinn setti mig í körfuna. Hún var lítið opin svo ég gæti andað."

„UEFA-gæarnir höfðu heyrt að ég væri þarna og þeir vildu finna mig. Þegar þeir voru þarna þá lokaði Stuart (búningastjórnn) körfunni. Ég gat ekki andað. Þegar hann opnaði körfuna var ég að deyja."

Sjá einnig:
Eiður staðfestir söguna um Mourinho - Smyglaði sér inn í búningsklefa Chelsea


Athugasemdir
banner
banner
banner