lau 19. janúar 2019 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Rooney um Pochettino: Ég myndi ráða hann
Wayne Rooney
Wayne Rooney
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney, fyrrum leikmaður enska landsliðsins og Manchester United, telur að United eigi að ráða Mauricio Pochettino, stjóra Tottenham Hotspur eftir tímabilið.

United lét Jose Mourinho fara í desember eftir afar slakt gengi liðsins og tók Ole Gunnar Solskjær við en United hefur unnið alla leiki síðan hann tók við.

Solskjær er á láni frá Molde og stýrir United út tímabilið en það hefur komið upp sú umræða hvort hann muni halda áfram með United eða hvort félagið fari að eltast við aðra stjóra.

Mauricio Pochettino er nafn sem er ofarlega á listanum og myndi Rooney vilja fá hann inn.

„Það verður að byrja á því að gefa Ole Gunnar tækifærið og þeir verða að taka þær viðræður við Glazer-fjölskylduna en ég myndi ráða einhvern þá væri það klárlega Mauricio Pochettino," sagði Rooney.

Pochettino hefur stýrt Tottenham síðustu ár en hann kom frá Southampton. Hann er einn heitasti bitinn á markaðnum í dag en hann hefur einnig verið orðaður við þjálfarastöðuna hjá Real Madrid í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner