Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 19. janúar 2019 21:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Atletico með auðveldan sigur á botnliðinu
Mynd: Getty Images
Real Madrid vann Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni, La Liga, fyrr í dag, en einnig voru tveir aðrir leikir í deildinni á þessum laugardegi.

Atletico Madrid heldur áfram að setja pressu á topplið Barcelona, en Madrídingar áttu ekki í miklum vandræðum með Huesca á útivelli.

Lucas Hernandez, sem orðaður hefur verið við Bayern, skoraði fyrsta markið í leiknum á 31. mínútu og í síðari hálfleiknum bættu Santiago Arias og Koke við mörkum.

Atletico er í öðru sæti með 41 stig, tveimur stigum á eftir Barcelona sem mætir Leganes annað kvöld. Huesca er á botninum með einungis 11 stig.

Valencia kom þá til baka og vann 2-1 gegn Celta Vigo. Celta leiddi 1-0 í hálfleik og fram á 71. mínútu en þá jafnaði Valencia. Rodrigo tryggði síðan sigur Valencia á 84. mínútu.

Valencia er komið upp í sjöunda sætið eftir þennan sigur, en Celta er í 17. sæti tveimur stigum frá fallsæti.

Huesca 0 - 3 Atletico Madrid
0-1 Lucas ('31 )
0-2 Santiago Arias ('52 )
0-3 Koke ('71 )

Celta 1 - 2 Valencia
1-0 Nestor Araujo ('40 )
1-1 Ferran Torres ('71 )
1-2 Rodrigo Moreno ('84 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner