Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 19. janúar 2022 22:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalski bikarinn: Varamenn björguðu Inter
Alexis Sanchez
Alexis Sanchez
Mynd: Getty Images
Tveir leikir fóru fram í átta liða úrslitum ítalska bikarsins í kvöld.

Inter fékk Empoli í heimsókn en Alexis Sanchez byrjaði á bekknum en hann kom inná sem varamaður strax á 5. mínútu. Tæpum 10 mínútum síðar kom hann Inter yfir.

Nedim Bajrami kom inná sem varamaður hjá Empoli í hálfleik og hann jafnaði metin eftir tæplega klukkutíma leik. Empoli komst síðan yfir með sjálfsmarki Radu þegar skammt var eftir af leiknum.

Andrea Rocchina tryggði Inter hinsvegar framlengingu með marki í uppbótartíma eftir sendingu frá Edin Dzeko sem kom inná sem varamaður.

Í framlengingunni kom Stefano Sensi inná í lið Inter og hann tryggði liðinu sigurinn eftir stoðsendingu frá Sanchez.

Í hinum leiknum í kvöld vann Sassuolo 1-0 sigur á Cagliari. Abdou Harroui skoraði markið snemma í fyrri hálfleik.


Sassuolo 1 - 0 Cagliari
1-0 Abdou Harroui ('18 )

Inter 3 - 2 Empoli
1-0 Alexis Sanchez ('13 )
1-1 Nedim Bajrami ('61 )
2-1 Andrei Radu ('76 , sjálfsmark)
3-1 Andrea Ranocchia ('90 )
4-1 Stefano Sensi ('104 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner