Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 19. janúar 2022 23:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þýskaland: Gladbach óvænt úr leik í bikarnum
Yussuf Poulsen skoraði fyrir RB Leipzig
Yussuf Poulsen skoraði fyrir RB Leipzig
Mynd: Getty Images
16 liða úrslitin í þýska bikarnum kláruðust í kvöld með fjórum leikjum.

Óvæntustu úrslit dagsins voru þau að Hannover sem leikur í næst efstu deild vann Borussia Muchengladbach sem er í efstu deild. Leikurinn endaði 3-0 en Hannover var tveimur mörkum yfir í hálfleik.

Það var grannaslagur þegar Hertha og Union Berlin mættust. Union komst yfir strax á 11. mínútu og bættu öðru marki við strax í upphafi síðari hálfleik.

Fimm mínútum síðar var staðan orðin 3-1. Hertha náði ekki að minnka muninn frekar fyrr en þegar fimm mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma. Union því komið áfram.

RB Leipzig og Freiburg eru einnig komin áfram. Freiburg vann 4-1 sigur á Hoffenheim á meðan Leipzig sigraði Hansa Rostock 2-0.

Hannover 3 - 0 Borussia M.
1-0 Maximilian Beier ('4 )
2-0 Sebastian Kerk ('36 , víti)
3-0 Maximilian Beier ('51 )

RB Leipzig 2 - 0 Hansa
1-0 Yussuf Poulsen ('6 )
2-0 Dani Olmo ('82 )

Hertha 2 - 3 Union Berlin
0-1 Andreas Voglsammer ('11 )
1-1 Niklas Stark ('50 , sjálfsmark)
1-2 Rani Khedira ('54 , sjálfsmark)
1-3 Robin Knoche ('55 )
2-3 Suat Serdar ('90 )

Hoffenheim 1 - 4 Freiburg
0-1 Vincenzo Grifo ('10 )
0-2 Vincenzo Grifo ('36 , víti)
0-3 Nico Schlotterbeck ('52 , sjálfsmark)
0-4 Kevin Schade ('55 )
0-5 Ermedin Demirovic ('68 )
Athugasemdir
banner
banner
banner