Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 19. janúar 2022 14:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tók Orra 25 mínútur að skora fyrir aðallið FCK
Orri Steinn fagnar með U19 ára landsliðinu í haust.
Orri Steinn fagnar með U19 ára landsliðinu í haust.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Aðallið FC Kaupmannahafnar spilar þessa stundina æfingaleik gegn Hvidövre. Leikurinn er liður í undirbúningi liðanna fyrir seinni hluta tímabilsins í Danmörku.

Orri Steinn Óskarsson er að spila sinn fyrsta leik fyrir aðalliðið og byrjaði leikinn. Á 25. mínútu tókst honum svo að skora, virkilega lagleg afgreiðsla með hægri fæti eftir að hafa farið framhjá markverði Hvidövre. Það var Ísak Bergmann Jóhannesson sem átti stoðsendinguna, stungusending inn fyrir vörn Hvidövre.

Þeir Ísak Bergmann Jóhannesson og Andri Fannar Baldursson eru einnig í byrjunarliði FCK og þá er Hákon Arnar Haraldsson á varamannabekknum.

Orri er sautján ára sóknarmaður sem hefur verið á mála hjá félaginu síðan 2019.

Sjá einnig:
Orri Steinn: Langar að spila með fullorðnum karlmönnum
Nýtur pressunnar - „Ef einhver spyr þá segist ég ætla að skora"


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner