Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 19. janúar 2023 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ancelotti hlustar ekki á gagnrýnisraddir - Upphafið á nýjum kafla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Carlo Ancelotti stjóri Real Madrid hlustar ekki á gagnrýnisraddir sem segja að hópurinn sé orðinn of gamall.


Eins og staðan er í dag er liðið að tapa baráttunni gegn Barcelona en Real tapaði gegn erkifjendunum í spænska Ofurbikarnum í vikunni og er í 2. sæti í deildinni á eftir Barcelona.

Barcelona er með ungt og spennandi lið.

„Það tala allir um Modric, Kroos og Benzema en á heildina litið er þetta ungur hópur. Við erum með leikmenn eins og Camavinga, Vinicius, Rodrygo, Valverde, MIlitao og Tchouameni og þeir sem koma í framtíðinni. Þetta er bara byrjunin," sagði Ancelotti.

„Sumir eru á endasprettinum en aðrir eru að koma inn. Í stað þess að þetta sé eindir á ákveðnum kafla vil ég meina að þetta sé upphaf á nýjum."

Ancelotti er bjartsýnn á að Real muni ala upp fleiri leikmenn upp úr unglingastarfinu á næstu árum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner