Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 19. janúar 2023 10:30
Elvar Geir Magnússon
Arsenal komið áleiðis í viðræðum um Trossard
Leandro Trossard.
Leandro Trossard.
Mynd: EPA
Belgíski landsliðsmaðurinn Leandro Trossard er að færast nálægt Arsenal en samkvæmt íþróttafréttamanninum Fabrizio Romano er félagið komið áleiðis í viðræðum við Brighton um kaup á leikmanninum.

Trossard er sagður hafa gert munnlegt samkomulag við Arsenal um kaup og kjör. Hlutirnir þróast hratt og Arsenal ku vera klárt í að ganga frá kaupunum í dag.

Trossard er 28 ára sóknarleikmaður sem verður samningslaus við Brighton í sumar. Umboðsmaður hans sagði í síðustu viku að hann vildi yfirgefa félagið eftir að samband hans og stjórans Roberto De Zerbi stirðnaði.

Arsenal trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og hefur verið að leita að styrkingu til að auka breiddina þar sem Gabriel Jesus er enn fjarri góðu gamni vegna meiðsla.


Athugasemdir
banner