Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 19. janúar 2023 14:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Engar líkur á því að Arthur fari frá Liverpool í janúar
Mynd: Getty Images
Líkurnar á því að miðjumaðurinn Arthur Melo yfirgefi Liverpool í þessum mánuði eru engar. Þetta segir félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano.

Arthur er á láni hjá Liverpool frá Juventus út tímabilið. Fljótlega eftir komuna til Liverpool í haust varð hann fyrir meiðslum og hefur ekki spilað síðan. Arthur er 26 ára gamall og hefur alls spilað 76 mínútur með aðalliði Liverpool á tímabilinu.

Einhverjir hafa haldið því fram að Arthur gæti snúið fyrr til baka til Juventus en svo virðist ekki vera.

Það styttist í að brasilíski miðjumaðurinn verði klár í slaginn eftir meiðslum, búast má við því að hann verði klár á næstu vikum.

Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í lánssamningnum um að kaupa Arthur frá Juventus en félagið er ekki líklegt til að nýta sér það.


Athugasemdir
banner
banner