Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 19. janúar 2023 10:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísak lítur ekki á nýjan leikmann FCK sem beina samkeppni - „Ég er miðjumaður"
Ísak Bergmann
Ísak Bergmann
Mynd: Getty Images
25 ára portúgalskur kantmaður.
25 ára portúgalskur kantmaður.
Mynd: FCK
Landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson var í viðtali við bold.dk spurður út í nýjan leikmann FC Kaupmannahafnar. Félagið keypti Diogo Goncalves frá Benfica á dögunum.

Goncalves er kantmaður og var Ísak spurður hvort hann liti á hann sem samkeppni um sæti í liðinu.

„Ég sé ekki Diogo sem beina samkeppni, af því ég er miðjumaður. Mér líður best og hef spilað mína bestu leiki á miðjunni."

„Hann er vængmaður og mun vera mjög góður hér hjá FCK sem slíkur. Ég get spilað á vængnum og hef gert það áður, en ég er miðjumaður."

„Jacob (Neestrup þjálfari) hefur alltaf litið á mig sem miðjumann en hann veit að ég er einnig með kosti sem geta nýst úti í víddinni. Ég er ekki vængmaður sem tekur marga andstæðinga á, en ég ger góður í pressu."

„Við höfum átt mörg samtöl þar sem hann hefur hjálpað mér sem miðjumanni, og ég hef líka spilað þar með landsliðinu,"
sagði Ísak sem segist vera sáttur við tímann hjá FCK til þessa þrátt fyrir hæðir og lægðir.

Hann hefur spilað 47 leiki fyrir liðið frá komu sinni frá Norrköping haustið 2021. Í þeim leikjum hefur hann skorað sjö mörk. Ísak verður tvítugur á þessu ári og á að baki átján A-landsleiki og hefur hann skorað þrjú landsliðsmörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner