Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 19. janúar 2023 15:19
Elvar Geir Magnússon
Kómoreyjar „svindluðu“ í Afríkukeppninni
Úr leik Gana og Kómoreyja.
Úr leik Gana og Kómoreyja.
Mynd: Getty Images
Landslið Kómoreyja kom á óvart í Afríkukeppninni á síðasta ári og fór í 16-liða úrslit. Liðið sló út Gana eftir 3-2 sigur í frábærum leik í lokaumferð riðilsins.

Liðið neyddist til að spila með útileikmann í markinu gegn Kamerún í útsláttarkeppninni eftir að ellefu leikmenn greindust með Covid veiruna.

Forseti fótboltasambands Kómoreyja, Said All Said Athouman, hefur nú opinberað að sumir af þeim leikmönnum höfðu einnig fengið jákvætt úr Covid prófi fyrir leikinn gegn Gana en ákveðið hafi verið að láta þá spila engu að síður.

Athouman opinberaði þetta í brúðkaupsveislu sinni fyrr í þessum mánuði. Samuel Eto'o, forseti fótboltasambands Kamerún, var viðstaddur en Kamerún, sem hélt keppnina, hefur verið sakað um að hafa notað Covid próf til að reyna að veikja andstæðinga sína.

„Við svindluðum gegn Gana og það er tímabært að hætta þessari tilgangslausu umræðu um vin minn hann Eto'o," sagði Athouman í ræðu sem hefur verið lekið á samfélagsmiðla.

„Gegn Gana voru jákvæð Covid tilfelli en við náðum samt að láta leikmennina spila."

Varnarmaðurinn Chaker Alhadhur spilaði í marki þegar Kómoreyjar töpuðu gegn Kamerún 2-1 í 16-liða úrslitum.
Athugasemdir
banner
banner