Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 19. janúar 2023 19:27
Brynjar Ingi Erluson
Messi hafði betur gegn Ronaldo í níu marka veislu í Riyadh
Cristiano Ronaldo skoraði tvö á móti Messi
Cristiano Ronaldo skoraði tvö á móti Messi
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Stjörnulið Al-Hilal & Al-Nassr 4 - 5 PSG
0-1 Lionel Messi ('3 )
1-1 Cristiano Ronaldo ('34, víti )
1-2 Marquinhos ('43 )
1-2 Neymar ('45, misnotað víti )
2-2 Cristiano Ronaldo ('45 )
2-3 Sergio Ramos ('53 )
3-3 Jang Hyun-Soo ('56 )
3-4 Kylian Mbappe ('60, víti )
3-5 Hugo Ekitike ('78 )
4-5 Anderson Talisca ('90 )

Lionel Messi og félagar í Paris Saint-Germain höfðu betur gegn Cristiano Ronaldo og hans mönnum í sameiginlegu stjörnuliði Al-Hilal og Al-Nassr, 5-4, er liðin mættust í vináttuleik í Riyadh í Sádi-Arabíu í kvöld. Ronaldo skoraði tvö á meðan Messi gerði eitt.

Fyrirfram var vitað að þetta væri að öllum líkindum síðasti slagur Messi og Ronaldo á vellinum.

Messi byrjaði leikinn á að skora með góðu skoti framhjá David Ospina á 3. mínútu en Ronaldo svaraði með marki úr vítaspyrnu á 34. mínútu.

Nokkrum mínútum síðar fékk Juan Bernat rauða spjaldið í liði PSG en það kom ekki að sök því Marquinhos kom franska liðinu aftur í forystu stuttu síðar. Neymar gat gert þriðja mark PSG en klikkaði á vítapunktinum.

Undir lok fyrri hálfleiks jafnaði Ronaldo metin með öðru marki sínu. Hann stangaði boltanum í stöng eftir fyrirgjöf en var fljótur að átta sig og nýtti frákastið.

Það hélt áfram að rigna mörkum í þeim síðari. Sergio Ramos kom PSG í 3-2 á 53. mínútu en Jang Hyun-Soo svaraði um hæl. Kylian Mbappe skoraði úr vítaspyrnu á 60. mínútu og nokkrum mínútum síðar fóru þeir Ronaldo og Messi af velli.

Hugo Ekitike gerði fimmta og síðasta mark PSG í leiknum á 78. mínútu og náði þá brasilíski sóknarmaðurinn Anderson Talisca að klóra í bakkann fyrir heimamenn seint í uppbótartíma. Mögnuð skemmtun fyrir hinn almenna áhorfanda í mögulega síðustu baráttu þeirra Messi og Ronaldo, en þó er aldrei hægt að segja aldrei.
Athugasemdir
banner
banner