Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 19. janúar 2023 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Munu hlusta á tilboð í Antonio ef tveir sóknarmenn koma inn
Í leik í Sambandsdeildinni.
Í leik í Sambandsdeildinni.
Mynd: EPA
Sky Sports hefur heimildir fyrir því að West Ham gæti alvarlega íhugað að samþykkja tilboð í Michail Antonio ef félagið krækir í tvo sóknarmenn fyrir lok gluggans.

Danny Ings er sterklega orðaður við West Ham og þá hefur félagið verið orðað við Terem Moffi hjá Lorient. Sögur hafa heyrst að franska liðið myndi samþykkja 25 milljóna punda tilboð í Moffi en framherjinn er óviss hvort það að fara til West Ham væri rétta skrefið.

Það er áhugi á Antonio frá örðum félögum í úrvalsdeildinni. Fyrr í þessari viku sagði Antonio að umboðsmaður sinn sæi um öll sín mál.

„Akkúrat núna er ég hjá West Ham og ég verð að hafa hugann þar. Ef eitthvað breytist, þá breytist eitthvað. Við höfum fengið framherja inn og erum mögulega að skoða fleiri framherja því akkúrat núna er þetta ekki að smella," sagði Antonio.

Í sumar fékk West Ham Gianluca Scamacca í sínar raðir en sá ítalski hefur ekki náð að stimpla sig almennilega inn í enska boltann. Antonio var í byrjunarliðinu gegn Wolves um síðustu helgi en tókst ekki að skora og koma í veg fyrir 1-0 tap. Hann er 32 ára gamall og hefur skorað fimm mörk í 25 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner