fim 19. janúar 2023 14:00
Elvar Geir Magnússon
Overmars með óafturkræfar hjartaskemmdir
Mynd: EPA
Marc Overmars fékk hjartaáfall í síðasta mánuði og hlaut í kjölfarið óafturkræfar hjartaskemmdir. De Telegraaf segir að hjarta Overmars dæli aðeins 30% af því blóði sem það á að dæla því hluti af hjartavöðva hans sé ónýtur.

Overmars er 49 ára fyrrum leikmaður Arsenal og Hollands. Hann var lagður inn á sjúkrahús þann 29. desember.

Overmars er yfirmaður fótboltamála hjá Royal Antwerpen en hann lét af störfum hjá Ajax snemma á síðasta ári, þar sem hann var í sama starfi.

Overmars sendi samstarfskonum sínum hjá Ajax óviðeigandi skilaboð yfir margra mánaða tímabil. Þá sendi hann óumbeðnar typpamyndir.

Hann lék 86 landsleiki fyrir Holland og var hjá Arsenal í þrjú tímabil. Þar vann hann ensku úrvalsdeildina og FA-bikarinn áður en hann gekk í raðir Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner