Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 19. janúar 2023 21:23
Brynjar Ingi Erluson
Reykjavíkurmótið: Guðmundur Andri skoraði tvö í sigri á Leikni
Guðmundur Andri skoraði tvennu fyrir Val
Guðmundur Andri skoraði tvennu fyrir Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur 3 - 0 Leiknir R.
1-0 Guðmundur Andri Tryggvason ('3 )
2-0 Þorsteinn Emil Jónsson ('23 )
3-0 Guðmundur Andri Tryggvason ('30 )

Valur vann Leikni, 3-0, í B-riðli Reykjavíkurmótsins á Origo-vellinum í kvöld. Guðmundur Andri Tryggvason skoraði tvö fyrir heimamenn og hjálpaði liðinu að ná í fyrsta sigurinn á mótinu.

Fyrsta mark Guðmundar kom á 3. mínútu áður en Þorsteinn Emil Jónsson bætti við öðru á 23. mínútu.

Þorsteinn kom til Vals frá Breiðabliki undir lok síðasta árs en hann spilaði 16 leiki með Augnablik á síðasta tímabili. Þorsteinn er fæddur árið 2004.

Guðmundur Andri gerði síðan út um leikinn sjö mínútum síðar og fyrsti sigur Vals í höfn.

Valsmenn eru með þrjú stig í öðru sæti riðilsins en liðið mun mæta Fram í lokaleiknum og þarf Valur að vinna með þriggja marka mun til að komast í úrslitaleik mótsins.
Athugasemdir
banner
banner