Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 19. janúar 2023 11:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Það sem ég hef verið stoltastur af við hann er þetta hark hans"
Í leik með Víkingi tímabilið 2014.
Í leik með Víkingi tímabilið 2014.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Er á förum frá OB.
Er á förum frá OB.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tómas Þór Þórðarson, stuðningsmaður Víkings, ræddi um Aron Elís Þrándarson í útvarpsþættinum Fótbolti.net um liðna helgi.

Aron er á förum frá OB og í vikunni var hann orðaður við Brann í Noregi.

Aron var valinn efnilegasti leikmaður efstu deildar tímabilið 2014 og var að mörgum talinn besti leikmaður deildarinnar á kafla það sumarið.

„Það sem mér finnst merkilegast við hann, það var einn hlutur sem fór í taugarnar á okkur (stuðningsmönnum) þegar hann var að spila með Víkingi á sínum tíma, þetta var ekki mesti naglinn - það þurfti ekki mikið til að hann væri frá vegna meiðsla. Þetta gat alveg gert okkur gráhærða. En svo þegar hann spilaði gleymdist þetta allt. Við munum eftir því þegar Kristján Guðmundsson sagði fólki að mæta á Víkingsleiki til þess eins að horfa á Aron."

„Það sem ég hef verið mest stoltastur af við hann er þetta hark hans. Ég verð að viðurkenna að ég sá það léttilega fyrir mér að hann, eins og margir aðrir ungir íslenskir fótboltamenn, myndi koma heim. Það var smá harðbakki, smá veggur, hjá Álasundi og það er ekkert eðlilega þægilegt að koma aftur heim í Víking þar sem þú værir hvort eð er kóngurinn. Hann hefur farið í gegnum þetta allt. Þegar þetta Álasunds dæmi var búið þá fór hann í OB þar sem hann hefur verið inn og út úr liðinu. Hann er búinn að fara í hæstu hæðir, farið í úrslitaleik bikarsins og staðið sig frábærlega. Nú er kominn annar veggur, sængin virðist vera uppreidd þarna."

„Þetta „grit og grift" í honum, ég er ánægður með hann. Það kemur mér ekkert á óvart ef hann finnur sér annað lið úti og taki þrjú ár í viðbót,"
sagði Tómas. Hægt er að hlusta á útvarpsþáttinn í spilaranum neðst.

Aron er 28 ára miðjumaður sem fór til Álasunds eftir tímabilið 2014 með Víkingi. Hann gekk svo í raðir OB í janúar 2020. Samningur hans við danska félagið rennur út í sumar.

Sjá einnig:
„Þá kemur ekki til greina að hann fari eitthvert annað en í Víking"
Útvarpsþátturinn - Janúarverkefni Íslands og viðburðarík fréttavika í Bestu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner