Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 19. janúar 2023 09:02
Elvar Geir Magnússon
Yfir helmingur félaga á lista yfir þau ríkustu eru ensk
Manchester City trónir á toppnum.
Manchester City trónir á toppnum.
Mynd: Getty Images
Í fyrsta sinn í sögunni er yfir helmingur félaga á árlegum lista Deloitte yfir ríkustu félög heims úr ensku úrvalsdeildinni. Tuttugu félög eru á listanum og ellefu af þeim eru ensk.

Manchester City er áfram á toppnum, með 619 milljónir punda í tekjur frá tímabilinu 2021-22. Real Madrid er í öðru sæti með 604 milljónir punda.

Liverpool er hástökkvari listans (594 milljónir punda) og fer upp um fjögur sæti, í það þriðja. Liverpool er fyrir ofan Manchester United í fyrsta sinn í 27 ára sögu listans.

Tekjur Liverpool jukust um 106,9 milljónir punda á síðasta tímabili. Sjónvarpstekjur félagsins voru sérstaklega miklar, aðallega þar sem liðið komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Þá komu 95 milljónir punda í tekjur á leikdögum en stuðningsmenn fóru aftur að fylla Anfield eftir Covid heimsfaraldurinn.
Athugasemdir
banner
banner