Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 19. janúar 2023 13:00
Elvar Geir Magnússon
Zaniolo vill yfirgefa Roma - Orðaður við Arsenal og Tottenham
Nicolo Zaniolo.
Nicolo Zaniolo.
Mynd: Getty Images
Ítalski sóknarleikmaðurinn Nicolo Zaniolo er sagður hafa tjáð umboðsmönnum sínum að hann vilji fara frá Roma. Meðal liða sem hann er orðaður við eru Arsenal og Tottenham.

Samningamál Zaniolo hafa verið í umræðunni síðustu mánuði en viðræður hafa lítið þokast áfram. Innan vallar hefur Zaniolo hlotið gagnrýni og stuðningsmenn bauluðu á hann á dögunum.

Sjá einnig:
Mourinho ósáttur: Fólk má baula á liðið eða úrslitin, en ekki á einstakling

Zaniolo var ekki með í deildarsigri gegn Fiorentina en gefin var sú skýring að hann væri veikur. Calciomercato.com segir þennan 23 ára leikmann hafa ákveðið að nú sé tímapunktur að fara annað. Roma er sagt setja verðmiða í kringum 35 milljónir evra á Zaniolo.

Ensk úrvalsdeildarfélög hafa áhuga á Zaniolo, þar á meðal Lundúnaliðin Arsenal og Tottenham. Einnig hafa West Ham, Leeds og Newcastle verið nefnd en ekkert formlegt tilboð verið gert.

Ef Roma selur Zaniolo núna í janúarglugganum mun félagið reyna að fá Davide Frattesi, miðjumann Sassuolo.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner