Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 19. febrúar 2020 11:30
Magnús Már Einarsson
Ótrúleg tölfræði Haaland á tímabilinu
Magnaður!
Magnaður!
Mynd: Getty Images
Ótrúlegur framgangur norska framherjan Erling Braut Haaland virðist engan endi ætla að taka.

Hinn 19 ára gamli Haaland skoraði bæði mörk Borussia Dortmund í 2-1 sigri á PSG í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi.

Haaland er markahæstur í Meistardeildinni á þessu tímabili með tíu mörk en hann hefur haldið uppteknum hætti eftir að hann fór frá Salzburg til Dortmund í janúar.

Hér má sjá magnaða tölfræði Haaland á tímabilinu.

Tölfræði Haaland á tímabilinu
- 29 leikir
- 39 mörk
- 6 þrennur
- 11 mörk í 7 leikjum með Dortmund
- Þrenna í fyrsta leik í Bundesligunni
- 10 mörk í 7 leikjum í Meistaradeildinni
- Skorað fleiri mörk í Meistaradeildinni en Barcelona og Atletico M.
Athugasemdir
banner
banner
banner