Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 19. mars 2019 13:30
Arnar Daði Arnarsson
Aganefnd kemur saman í dag vegna máls Þórarins Inga
Þórarinn Ingi ásamt Sigga Dúllu.
Þórarinn Ingi ásamt Sigga Dúllu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aganefnd KSÍ hefur verið kölluð saman og kemur saman í dag til að fjalla um mál Þórarins Inga Valdimarssonar leikmanns Stjörnunnar.

Eins og við greindum frá í gær, fékk Þórarinn Ingi að líta rauða spjaldið í leik gegn Leikni R. í Lengjubikarnum um helgina fyrir fordómafull ummæli um geðsjúkdóma í garð Ingólfs Sigurðssonar leikmanns Leiknis R.

Klara Bjart­marz fram­kvæmda­stjóri KSÍ sagði í samtali við mbl.is í gær að Aga- og úr­sk­urðar­nefnd hefði lög­sögu til að taka þetta mál fyr­ir en þá hafði skýrsla Þor­valds Árna­son­ar dóm­ara leiks­ins ekki borist skrifstofu KSÍ og ekki ljóst end­an­lega með ferlið.

Eftir að málið kom fyrst fram á Fótbolta.net sendi Þórarinn Ingi frá sér tilkynningu á Twitter þar sem hann baðst afsökunar.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner