Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 19. mars 2019 11:00
Elvar Geir Magnússon
Peralada, Katalóníu
Allir æfðu í morgun - Markverðirnir fóru á gervigras
Icelandair
Hannes Þór Halldórsson, aðalmarkvörður íslenska landsliðsins ásamt Lars Eriksson markmannsþjálfara á æfingu Íslands í morgun.
Hannes Þór Halldórsson, aðalmarkvörður íslenska landsliðsins ásamt Lars Eriksson markmannsþjálfara á æfingu Íslands í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í þessum skrifuðu orðum er að ljúka æfingu Íslands í katalónska bænum Peralada.

Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason voru meðal þeirra sem ekki tóku þátt í hefðbundinni æfingu í gær en þeir voru allir mættir í dag. Allir úr hópnum tóku þátt í æfingunni.

Íslenskir fjölmiðlar fengu að fylgjast með fyrstu fimmtán mínútunum á æfingu Íslands í dag en auk Fótbolta.net eru fulltrúar frá 433.is, Morgunblaðinu og Sýn mættir á svæðið.

Hægt er að sjá úr æfingunni á heimasvæði Fótbolta.net á Instagram

Ísland er að búa sig undir leik gegn Andorra á föstudag og svo verður leikið gegn heimsmeisturum Frakklands á mánudag. Um er að ræða fyrstu tvo leikina í undankeppni EM.

Leikurinn gegn Andorra fer fram á gervigrasi. Ísland æfir þó á náttúrulegu grasi í Peralada en við hlið vallarins er gervigrasvöllur sem hægt er að grípa til. Hluti af æfingu markvarða Ísland í dag fór fram á þeim velli.


Athugasemdir
banner
banner
banner