Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 19. mars 2019 11:29
Elvar Geir Magnússon
Peralada, Katalóníu
Allt mælt hjá strákunum okkar
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið er farið að nýta sér tæknina í meira mæli en leikmenn æfa í sérstökum vestum sem mæla upplýsingar um standið á leikmönnum og framlag á æfingum á nákvæman hátt.

Þessi tækni þekkist hjá flestum félögum í efstu deildum Evrópu og víðar en KSÍ er í fyrsta sinn að fjárfesta í henni.

Starfsmenn frá fyrirtækinu sem KSÍ gerði samning við eru með á æfingum í Peralada og kenna teymi Íslands á það hvernig nota eigi nýju græjurnar.

Ísland er að búa sig undir leik gegn Andorra á föstudag og svo verður leikið gegn heimsmeisturum Frakklands á mánudag. Um er að ræða fyrstu tvo leikina í undankeppni EM.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner