Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 19. mars 2019 08:49
Elvar Geir Magnússon
Peralada, Katalóníu
Arnór horfir á alla leiki ÍA - Spáir topp fimm
Icelandair
Arnór fagnar marki með CSKA Moskvu.
Arnór fagnar marki með CSKA Moskvu.
Mynd: Getty Images
Arnór Sigurðsson, leikmaður CSKA Moskvu og íslenska landsliðsins, fylgist vel með sínu uppeldisfélagi á Skaganum.

ÍA hefur vakið mikla athygli fyrir góð úrslit og frábæra spilamennsku í vetur og spáð því að þeir komi á flugi inn í Pepsi Max-deildina þar sem þeir eru nýliðar.

„Þeir eru búnir að líta mjög vel út núna, ég er búinn að horfa á nánast alla leikina og þeir hafa verið þvílíkt sprækir," segir Arnór sem var beðinn um að spá fyrir um niðurstöðu sumarsins.

„Ég ætla að segja að þeir verði í topp fimm þó innst inni vona ég og veit að þeir verða hærra!"

„Það eru margir flottir ungir strákar og góð blanda með reynsluboltum. Svo er Jói Kalli geggjaður í þessu, það eru bjartir tímar og spennandi uppi á Skaga."



Arnór er staddur með íslenska landsliðinu í Peralada á Spáni þar sem hann býr sig undir leiki gegn Andorra og Frakklandi. Hér má sjá viðtalið við hann í heild:
Arnór Sig: Ætla að taka mínu hlutverki 100% sama hvað það verður
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner